Í gær kom fram að Manchester United hefði áhuga á Sergino Dest, hægri bakverði Barcelona.
Nú gæti hins vegar farið svo að Dest fari á láni til Villarreal. Félagið á í viðræðum við Börsunga en Dest sjálfur þarf í kjölfarið að taka ákvörðun um hvort hann vilji fara.
Erik ten Hag, stjóri United, hefur áhuga á að krækja í Dest. Það verður þó ekki möguleiki nema Aaron Wan-Bissaka yfirgefi félagið. Sá leikur einnig í stöðu hægri bakvarðar.
Dest er uppalinn hjá Ajax. Hank kom til Barcelona fyrir rúmum tveimur árum síðan.
Þá á hann að baki sautján A-landsleiki fyrir hönd Bandaríkjanna.
Excl: Sergiño Dest’s now considering a loan proposal from Villarreal, he’s open to discuss about it. Talks on with Barça — it’s up to the player. 🚨🟡 #FCB
Manchester United manager ten Hag wants Dest, it’s a possibility but it can only happen if Wan-Bissaka will leave. 🔴 #MUFC pic.twitter.com/7Ofy602amK
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022