Chelsea er búið að leggja fram tilboð í miðjumanninn Edson Alvarez sem spilar með Ajax.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn David Ornstein hjá Athletic en Chelsea vill styrkja sig fyrir gluggalok á morgun.
Alvarez er 24 ára gamall varnarsinnamður miðjumaður og hefur Chelsea boðið 50 milljónir evra.
Alvarez gekk í raðir Ajax frá Club America árið 2019 og á að baki 70 deildarleiki fyrir liðið.
Hann er einnig mexíkóskur landsliðsmaður og hefur spilað 58 leiki fyrir þjóð sína.