Viðræður Chelsea og Barcelona um Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmann síðarnefnda félagsins, halda áfram. The Athletic fjallar um stöðu mála.
Gabonmaðurinn 33 ára gamli hefur verið sterklega orðaður við Chelsea undanfarnar vikur. Félögin hafi hins vegar ekki enn komist að samkomulagi. Ekki er talið að það verði erfitt að semja við Aubameyang sjálfan ef félögin ná samkomulagi.
Sem stendur biður Barcelona um of mikið fyrir Aubameyang. Sú leið gæti verið farin að sóknarmaðurinn verði lánaður til Chelsea.
Á dögunum var brotist inn á heimili leikmannsins. Fjórir menn brutust inn til hans, hótuðu honum og konu hans með skotvopnum og járnstöngum. Ræningjarnir gengu einnig í skrokk á Aubameyang, þar til hann opnaði peningaskáp fyrir þá.
Árásin varð til þess að Aubameyang kjálkabrotnaði. Verður hann frá í einhverjar vikur vegna þess.
Samkvæmt The Athletic er þó ekki víst hvort þetta hafi áhrif á gang mála.