Alfreð Finnbogason er genginn til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. Hann gerir eins árs samning. Farzam Abolhosseini á B. T. Sport segir frá.
Hinn 33 ára gamli Alfreð yfirgaf Augsburg fyrr í sumar og kemur til Lyngby á frjálsri sölu.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og með liðinu leikur Sævar Atli Magnússon.
Lyngby er sem stendur í neðsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með tvö stig. Liðið er nýliði eftir að hafa komist upp úr B-deild í vor.
Alfreð á að baki 61 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hefur hann skorað fimmtán mörk í þeim.
Alfred Finnbogason har skrevet under på en etårig aftale med Lyngby
— Farzam Abolhosseini (@F_Abolhosseini) August 31, 2022