AC Milan mun hafa betur í baráttunni við Manchester United um bakvörðinn Sergino Dest.
Frá þessu greinir Sky Sports á Ítalíu en Dest er á förum frá Barcelona á lokadegi félagaskiptagluggans á morgun.
Dest var orðaður við Man Utd fyrr í þessari viku en hann mun þess í stað enda á San Siro.
Dest verður lánaður til Milan út tímabilið og getur félagið svo keypt hann fyrir 17 milljónir punda.
Alessandro Florenzi er meiddur hjá Milan þessa stundina og er Dest ætlað að fylla hans skarð.