Miðjumaðurinn Harry Winks hefur yfirgefið lið Tottenham og er mættur til Ítalíu.
Þetta var staðfest í kvöld en Winks skrifar undir lánssamning við Sampdoria sem gildir út tímabilið.
Um er að ræða 26 ára gamlan leikmann sem var ekki inni í myndinni hjá Antonio Conte.
Winks hefur allan sinn feril spilað með Tottenham en hann er uppalinn hjá félaginu og á að baki yfir 200 leiki.
Hann er einnig enskur landsliðsmaður og hefur spilað 10 leiki fyrir þjóð sína.