Manchester United hefur staðfest kaup sín á Antony frá Ajax. Beðið er eftir atvinnuleyfi svo að Antony verði leikfær.
Antony kemur til félagsins frá Ajax en hollenska félagið staðfestir á vefsíðu sinni að félagið selji Antony fyrir 100 milljónir evra.
Telegraph segir að buddan sé tóm eftir þessi kaup á Antony sem er vængmaður og þykir mjög öflugur.
Man Utd mun þó líklega fá inn Martin Dubravka frá Newcastle en hann kemur á láni og verður varamarkvörður.
Erik ten Hag lagði mikla áherslu á að fá Antony til United eftir samstarf þeirra hjá Ajax.