fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Saka tekur undir orð Arteta – Mun skrifa undir nýjan samning

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 21:43

Bukayo Saka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, hefur staðfest það að hann sé nálægt því að krota undir nýjan samning við félagið.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, tjáði sig fyrir stuttu um framtíð Saka og sagðist vera fullviss um að Saka myndi framlengja.

Þessi 20 ára gamli leikmaður hefur nú tekið undir þau orð fyrir leik gegn Aston Villa á morgun.

,,Já ég er jafn viss og hann,“ svaraði Saka er hann var spurður út í ummæli Arteta.

Það eru gríðarlega góðar fréttir fyrir Arsenal en Saka er einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Liverpool var orðað við hann fyrr í sumar en útlit er fyrir að Saka sé ekki á förum á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson