Samvkæmt heimildum Daily Mail er nánast útilokað að Liverpool bæti við sig leikmanni áður en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.
Jurgen Klopp stjóri liðsins hefur talað opinskátt um það að vilja styrkja miðsvæðið en vill þó ekki fá hvern sem er.
Mail segir lítið sem ekkert til í sögusögnum þess efnis að Liverpool horfi til Moises Caicedo og Frenkie de Jong.
Jude Bellingham er efstur á óskalista Klopp en þýska félagið neitar að selja hann í sumar.
Því eru líkur á því að Liverpool bíði eftir því að Bellingham verði til sölu næsta sumar og láti þá til skara skríða.
Meiðsli hafa verið að hrella miðsvæði Liverpool en vonir standa til að Thiago fleiri fari að ná heilsu.