Idrissa Gana Gueye er loksins við það að klára skipti sín til Everton og gengur í raðir félagsins frá Paris Saint-Germain.
The Athletic fullyrðir þetta í dag en Everton hefur lengi reynt að klára þessu skipti í sumar.
Miðjujmaðurinn mun fljúga til Englands í kvöld og mun gangast undir læknisskoðun á morgun og skrifa undir tveggja ára samning.
Ljóst er að þetta er mikill liðsstyrkur fyrir Everton en þessi 32 ára gamli þekkir enska boltann vel.
Hann gerði einmitt garðinn frægan með Everton áður en hann hélt til Frakklands þar sem hlutirnir gengu ekki alveg upp.