Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, skaut hressilega á lið West Ham í gær eftir félagaskipti miðjumannsins Lucas Paqueta.
Paqueta er orðinn dýrasti leikmaður í sögu West Ham og kom frá Lyon fyrir 51 milljón punda.
Aulas bjóst hins vegar við að stærri lið myndu reyna við Paquta í sumar en hann var alveg skýr með það að vilja yfirgefa franska félagið.
Aulas segir að Lyon hafi þurft að taka viðræðurnar við West Ham að lokum sem varð til þess að leikmaðurinn færði sig um set.
,,Það er leiðinlegt að Lucas Paquata sé farinn en það var hans vilji,“ sagði Aulas í samtali við Canal+.
,,Við héldum að við myndum ræða við stórlið en svo var ekki raunin. Við þurftum að tala við West Ham á síðustu stundu.“