Scott Parker hefur verið látinn fara sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth. Félagið staðfestir þetta.
Þetta kemur í kjölfar 9-0 taps liðsins gegn Liverpool um helgina. Liðið er með þrjú stig eftir fjóra leiki í deildinni.
Parker er sá fyrsti til að missa starf sitt í ensku úrvalsdeildinni í ár en fleiri eru í vandræðum.
Enskir veðbankar telja að Brendan Rodgers stjóri Leicester gæti orðið næstur í röðinni. Leicester liðið er í vandræðum í upphafi tímabils.
Steven Gerrard er einng í klípu hjá Aston Villa. Hér að neðan eru fimm líklegustu til að verða reknir.
Fimm líklegir til þess að verða reknir miðað við veðbanka:
1. Brendan Rodgers (Leicester City):
2. Steven Gerrard (Aston Villa)
3. Frank Lampard (Everton)
4. Ralph Hasenhuttl (Southampton)
5. Bruno Lage (Wolverhampton Wanderers)