Marcos Alonso bakvörður Chelsea vonast til þess að ganga frá félagaskiptum til Barcelona áður en félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld.
Barcelona hefur í allt sumar haft áhuga á Alonso en fjárhagsvandræði félagsins hafa tafið það að þetta hefur klárast.
Samkomulag milli Barcelona og Chelsea hefur lengi verið í höfn en málin hafa ekki klárast.
Barcelona getur hins vegar ekki skráð inn nýja leikmenn nema að losa aðra.
Pierre-Emerick Aubameyang, Memphis Depay og Frenkie de Jong eru í hópi leikmanna sem Barcelona gæti losað sig við á næstu klukkustundum.