Martin Dubravka er mættur til Manchester og mun á næstu klukkustundum ganga í raðir Manchester United á láni frá Newcastle.
United staðfesti fyrr í dag kaup sín á Antony frá Ajax en Dubravka verður að öllum líkindum síðustu viðskipti United áður en glugginn lokar á morgun.
United sér um að borga launin hans Dubravka og getur svo keypt hann á 5 milljónir punda næsta sumar.
Dubravka lagði mikla áherslu á það að komast til United en hann hafði misst stöðu sína í marki Newcastle til Nick Pope sem keyptur var í sumar.
Dubravka fer í læknisskoðun á eftir og mun eftir hana skrifa undir hjá félaginu.
Martin Dubravka has just arrived in Manchester in order to complete medical tests — been told he’ll be at Carrington this afternoon to undergo medical tests as new Manchester United player. 🚨🔴 #MUFC
Loan with £5m buy option from Newcastle. It’s done, as revealed yesterday. pic.twitter.com/K3qGFNsK5W
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 30, 2022