fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Deildin, þjálfarinn og borgin heilluðu mest – „Það er ekki leiðinlegt að búa þar“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 12:00

Mynd: Fiorentina

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona er brött fyrir leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag. Leikurinn er liður í undankeppni HM á næsta ári, en Ísland er í mikilli baráttu um á að komast beint á mótið.

Sem stendur er Ísland í öðru sæti undanriðilsins, tveimur stigum á eftir Hollandi. Stelpurnar okkar eiga þó eftir að leika tvo leiki en Holland aðeins einn, hann er einmitt gegn Íslandi.

Sigri Ísland gegn Hvíta-Rússlandi er liðið með pálmann í höndunum upp á að komast beint á lokakeppni HM fyrir leikinn gegn Hollandi ytra. Liðið sem hafnar í öðru sæti riðilsins fer í umspil.

„Þetta leggst bara vel í mig. Það æfðu einhverjar í gær og nokkrar voru í endurheimt. Við erum komnar með fulla einbeitingu á leikinn núna,“ segir Alexandra við 433.is á landsliðsæfingu í dag.

Liðið er með fulla einbeitingu á leikinn gegn Hvít-Rússum, þó úrslitaleikur gegn Hollandi sé framundan.

„Við gerum okkur grein fyrir því að við verðum að vinna leikinn á föstudaginn. Við erum í bullandi baráttu um að komast beint á HM, sem er staða sem við viljum vera í.“

Hún vill sjá góða stemningu á Laugardalsvelli á föstudag. „Ég hvet alla til að mæta á völlinn. Það munar um tólfta manninn.“

Alexandra gekk á dögunum í raðir stórliðs Fiorentina á Ítalíu. Hún var áður hjá Frankfurt. Hún lék sínar fyrstu mínútur með ítalska liðinu 1-3 sigri gegn AC Milan á sunnudag.

„Ég er ekki búin að fara á nema eina æfingu með liðinu. Það var gaman að fá að koma inn á og fá fyrstu mínúturnar. Þetta leggst mjög vel í mig, ég er mjög spennt.“

Af hverju varð Fiorentina fyrir valinu? „Ítalska deildin heillaði mig, deild á uppleið. Þjálfarinn (Patrizia Panico) heillaði mig líka, hvernig hún spilar leikinn. Svo heillaði Flórens alveg, það er ekki leiðinlegt að búa þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“

Slot um Trent: ,,Fyrirsögnin ætti að vera að hann hafi skorað mark“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma

Hefði viljað fleiri tækifæri í byrjunarliði Arsenal á sínum tíma
433Sport
Í gær

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags

Stjarna United fagnaði afmælinu með því að birta mynd af sér í treyju annars félags
433Sport
Í gær

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid

Alonso svarar fyrir sögusagnirnar um Real Madrid
433Sport
Í gær

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson