fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

De Jong og Depay dvelja báðir í London í skugga orðróma

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frenkie de Jong og Memphis Depay leikmenn Barcelona flugu báðir til London í gær en óvíst er í hvaða erindagjörðum það er.

Leikmenn Barcelona fengu frí frá æfingum en frantmíð De Jong og Memphis hafa mikið verið í fréttum undanfarnar vikur.

Barcelona er tilbúið að selja þá báða en Depay hefur ekki fundið rétt félag og De Jong hefur ekki viljað fara.

Depay var nálægt því að ganga í raðir Juventus á dögunum en það datt upp fyrir á lokametrunum.

De Jong og Depay njóta lífsins í höfuðborg Englands en Barcelona skuldar De Jong mikla fjármuni eftir að hollenski miðjumaðurinn tók á sig launalækkun í tvö ár til að bjarga fjárhag félagsins.

Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og gætu þeir félagar þurft að taka flóknar ákvarðanir um framtíð sína ef eitthvað kemur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson