Frenkie de Jong og Memphis Depay leikmenn Barcelona flugu báðir til London í gær en óvíst er í hvaða erindagjörðum það er.
Leikmenn Barcelona fengu frí frá æfingum en frantmíð De Jong og Memphis hafa mikið verið í fréttum undanfarnar vikur.
Barcelona er tilbúið að selja þá báða en Depay hefur ekki fundið rétt félag og De Jong hefur ekki viljað fara.
Depay var nálægt því að ganga í raðir Juventus á dögunum en það datt upp fyrir á lokametrunum.
De Jong og Depay njóta lífsins í höfuðborg Englands en Barcelona skuldar De Jong mikla fjármuni eftir að hollenski miðjumaðurinn tók á sig launalækkun í tvö ár til að bjarga fjárhag félagsins.
Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og gætu þeir félagar þurft að taka flóknar ákvarðanir um framtíð sína ef eitthvað kemur upp.