Chelsea er að leggja fram nýtt og betra tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang í framherja Barcelona. Félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Thomas Tuchel vill ólmur bæta við framherja í hóp sinn en félagið hefur losað sig við Romelu Lukaku og Timo Werner í sumar.
Mundo Deportivo segir að Tuchel vilji fá framherjann frá Gabon áður en glugginn lokar ámorgun.
Sagt er að Chelsea sé tilbúið að borga allt að 21 milljón punda fyrir Aubameyang.
Aubameyang kom frítt til Barcelona í janúar frá Arsenal en endurkoma til Englands er í kortunum. Glugginn lokar 22:00 á íslenskum tíma á morgun.