Manchester United hefur náð samkomulagi við Newcastle um að fá markvörðinn Martin Dúbravka á láni.
Dúbravka hefur ólmur viljað komast til United og berjast þar við David de Gea um stöðuna í markinu.
Dúbravka hefur misst sæti sitt í byrjunarliði Newcastle eftir að félagið keypti Nick Pope í sumar.
United fær Dúbravka á lána og sér um að borga laun hans en félagið getur keypt markvörðinn fyrir 5 milljónir punda næsta sumar.
Dúbravka er 33 ára gamall en markvörðurinn frá Slóvakíu kom til Newcastle árið 2018.
Excl: Manchester United have now reached an agreement in principle to sign Martin Dúbravka. Newcastle are ready to accept loan with buy option clause worth £5m. 🚨🔴 #MUFC
Final details are being discussed as personal terms are already agreed — here we go expected soon. pic.twitter.com/MCcl5aI6EA
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2022