fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Spánn: Griezmann hetjan á Mestalla – Athletic burstaði Cadiz

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 21:59

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fór fram stórleikur í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Mestalla, heimavelli Valencia.

Um var að ræða leik í þriðju umferð en Valencia og Atletico Madrid áttust við og voru bæði með þrjú stig fyrir leikinn.

Leikurinn var því miður engin frábær skemmtun en eitt mark var skorað og það gerðu gestirnir.

Antoine Griezmann sá um að tryggja stigin þrjú með marki á 66. mínútu.

Í hinum leik kvöldsins var meira fjör er Athletic Bilbao rúllaði yfir botnlið Cadiz.

Athletic hafði betur með fjórum mörkum gegn engu og var að vinna sinn annan sigur í deildinni.

Valencia 0 – 1 Atletico Madrid
0-1 Antoine Griezmann

Cadiz 0 – 4 Athletic
0-1 Inaki Williams
0-2 Gorka Guruzeta
0-3 Alex Berenguer
0-4 Gorka Guruzeta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson