Paris Saint-Germain og Monaco mættust í stórleik í frönsku úrvalsdeildinni í gær.
Leiknum lauk með 1-1 jafntefli, þar sem Kevin Volland kom Monaco yfir en Neymar jafnaði fyrir PSG.
Í stöðunni 0-1 fyrir Monaco fékk Kylian Mbappe hins vegar algjört dauðafæri. Hann skaut þá í stöngina einn á móti marki.
Klúðrið reyndist dýrt þar sem PSG tapaði stigum.
PSG er á toppi deildarinnar, ásamt Marseille og Lens. Liðin eru með tíu stig eftir fjóra leiki.
Klúður Mbappe má sjá hér að neðan.
Wait why is nobody talking about Mbappe’s miss here? 😭 pic.twitter.com/Pu24bg9rcV
— Dani (@Danizeh) August 29, 2022