fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Tekist á um fagnaðarlæti – „Ég skil ekki hvaðan þetta kemur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 13:13

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti töluverða athygli um helgina þegar þeir Richard Keys og Andy Gray á BeIn Sport gagnrýndu Mikel Arteta og leikmenn Arsenal harkalega fyrir að fagna sigri sínum gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni vel og innilega.

Vildu þeir félagar meina að fagnaðarlætin sýni hversu hátt fall Arsenal hefur verið undanfarin ár og að leikmenn og Arteta hafi fagnað eins og þeir hafi unnið deildina.

Netverjar tókust þá margir hverjir á um fagnaðarlæti Arsenal eftir leikinn um helgina.

Arsenal er með fullt hús stiga eftir fjóra leiki og er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Sparkspekingurinn Laura Woods botnar ekkert í gagnrýni á það að sigrum sé fagnað vel.

„Ég skil ekki hvaðan þetta kemur, að við megum ekki fagna sigrum,“ segir hún.

„Ég skal segja ykkur af hverju það var fagnað. Arsenal hefur unnið alla fjóra leiki sína á tímabilinu. Í leiknum gegn Fulham voru lykilmenn, Thomas Partey og Oleksandr Zinchenko, meiddir. Á þessum tíma fyrir ári vorum við að tala um hugsanlegt fall Arsenal, að Mikel Arteta myndi líklega missa starfið sitt,“ segir Woods, en Arsenal var án stiga eftir fyrstu þrjá leiki sína á síðustu leiktíð.

„Þessi fagnaðarlæti voru ekki bara út af sigri gegn Fulham. Þetta var samspil margra hluta, hvernig Arteta hefur snúið þessu félagi við, endurbyggt liðið og sambandið við stuðningsmenn.“

„Samband Arsenal við stuðningsmenn hefur oft verið eitrað. Að sjá stuðningsmenn fagna sigrinum gegn Fulham á þennan hátt er bara jákvætt. Þetta snýst ekki um liðið sem þú vinnur, heldur fótboltann sem þú spilar.“

„Ef við ætlum að fara að refsa fólki fyrir að fagna geta leikmenn ekki fagnað mörkum, því þeir gætu tapað leiknum. Það má þá ekki fagna sigurleikjum því það er ekki víst að þú vinnir deildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson