Lucas Paqueta er genginn í raðir West Ham og er orðinn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Paqueta gengur í raðir West Ham frá Lyon og kostar enska félagið 51 milljón punda sem er metfé.
Paqueta er Brasilíumaður og spilar framarlega á miðjunni en hann gerir fimm ára samning æi London.
Paqueta lék vel með Lyon og áður AC Milan en hann mun klæðast treyju númer 11 hjá enska félaginu.
Hann er 25 ára gamall og á að baki 33 landsleiki fyrir Brasilíu. Paqueta skoraði 18 mörk í 67 deildarleik í Frakklandi.