Pierre-Emerick Aubameyang var fórnarlamb óhugnanlegrar árásar á heimili sínu í Barcelona í nótt. El Pais fjallar um málið.
Fjórir menn brutust inn á heimili Aubameyang, hótuðu honum og konu hans með skotvopnum og járnstöngum. Ræningjarnir gengu einnig í skrokk á Aubameyang, þar til hann opnaði peningaskáp fyrir þá.
Mennirnir fjórir flúðu svo í burt á hvítri Audi-bifreið.
Lögreglan rannsakar nú málið og reynir að komast að því hverjir voru að verki.
Aubameyang hefur verið á mála hjá Barcelona síðan í janúar á þessu ári. Hann kom frá Arsenal.
Gabonmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina undanfarið. Þar er Chelsea nefnt til sögunnar.