Líkt og árlega hélt Bayern Munchen sína hefðbundnu myndatöku, þar sem leikmenn liðsins klæða sig í Lederhosen og skála í hveitibjór að hætti Bæjara.
Sadio Mane, nýr leikmaður Bayern, tók þátt í myndatökunni en hann vildi þó ekki halda á bjór. Er það vegna trúar hans, en hann er múslimi.
Mane kom til Bayern frá Liverpool í sumar fyrir 35 milljónir punda. Hann hafði verið einn besti leikmaður enska liðsins undanfarin ár.
Senegalinn hefur farið vel af stað í Þýskalandi og skorað þrjú mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í efstu deild þar í landi.