Edinson Cavani hefur skrifað undir tveggja ára samning við Valencia á Spáni.
Þetta var staðfest í kvöld en þessi reynslumikli leikmaður kemur til spænska liðsins á frjálsri sölu.
Cavani er 35 ára gamall sóknarmaður sem spilaði síðast með Manchester United frá 2020 til 2022.
Hann skoraði 12 mörk í 41 deildarleik þar en hafði áður raðað inn mörkum með bæði Napoli og Paris Saint-Germain.
Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Valencia sem hefur verið á töluverðri niðurleið undanfarin ár.