Dejan Kulusevski, leikmaður Tottenham, er nú þegar búinn að leggja upp fleiri mörk en dýrasti leikmaður í sögu Arsenal, Nicolas Pepe.
Það er ansi áhugaverð staðreynd í ljósi þess að Kulusevski gekk fyrst í raðir Tottenham í byrjun ár.
Vængmaðurinnh efur spilað 22 leiki fyrir Tottenham síðan þá og hefur lagt upp 10 mörk í þeim.
Pepe kostaði Arsenal 72 milljónir punda á sínum tíma og lagði upp aðeins níu mörk í 18 leikjum.
Pepe hefur nú yfirgefið Arsenal í bili en hann skrifaði undir hjá Nice í sumar á lánssamningi.
Kulusevski þarf að skora nokkur mörk til viðbótar til að bæta markamet Pepe en í dag munar átta mörkum á þeim.