fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Antony að mæta og klára dæmið – Ólíklegur gegn Leicester en gæti mætt gegn Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. ágúst 2022 14:00

Antony.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíumaðurinn Antony er við það að ganga í raðir Manchester United frá Ajax. Enska félagið greiðir 85 milljónir punda fyrir þjónustu kantmannsins.

Antony hefur sjálfur reynt að komast til United í allt sumar og var ekki með gegn Utrecht í dag. Ajax hafði ekki áhuga á að selja en upphæðin er loksins nógu há svo hollenska félagið þurfti að samþykkja.

Antony er aðeins 22 ára gamall og er búist við miklu af honum á Old Trafford.

Búist er við því að hann mæti til Manchester í dag og gangist undir læknisskoðun, áður en skiptin verða staðfest endanlega.

United mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudag. Til þess að Antony geti tekið þátt í þeim leik þarf félagið að vera búið að skrá hann til leiks fyrir hádegi á miðvikudag.

Það er ólíklegt að það takist. Leikmaðurinn þarf til að mynda að fá atvinnuleyfi á Englandi.

Það er öllu líklegra að Antony geti verið með United gegn Arsenal á sunnudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“

Kjaftasagan um að reka ætti Úlf verið á lofti í mánuð – „Það gerðist ekkert alvarlegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Rashford hefur ekki neinn áhuga á að fara í stríð við United með Sancho

Rashford hefur ekki neinn áhuga á að fara í stríð við United með Sancho
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim

Þorri Mar riftir samningi sínum í Svíþjóð og gæti komið heim
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Pirraður og reiður eftir komu Rashford sem gerði stöðu hans erfiða

Pirraður og reiður eftir komu Rashford sem gerði stöðu hans erfiða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney landar nýju starfi eftir að hafa verið rekinn frá Plymouth

Rooney landar nýju starfi eftir að hafa verið rekinn frá Plymouth
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal spenntir eftir að þessi mynd frá Dubai fór í loftið

Stuðningsmenn Arsenal spenntir eftir að þessi mynd frá Dubai fór í loftið