Brasilíumaðurinn Antony er við það að ganga í raðir Manchester United frá Ajax. Enska félagið greiðir 85 milljónir punda fyrir þjónustu kantmannsins.
Antony hefur sjálfur reynt að komast til United í allt sumar og var ekki með gegn Utrecht í dag. Ajax hafði ekki áhuga á að selja en upphæðin er loksins nógu há svo hollenska félagið þurfti að samþykkja.
Antony er aðeins 22 ára gamall og er búist við miklu af honum á Old Trafford.
Búist er við því að hann mæti til Manchester í dag og gangist undir læknisskoðun, áður en skiptin verða staðfest endanlega.
United mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudag. Til þess að Antony geti tekið þátt í þeim leik þarf félagið að vera búið að skrá hann til leiks fyrir hádegi á miðvikudag.
Það er ólíklegt að það takist. Leikmaðurinn þarf til að mynda að fá atvinnuleyfi á Englandi.
Það er öllu líklegra að Antony geti verið með United gegn Arsenal á sunnudag.