Það er áhugi á meðal annara félaga í ensku úrvalsdeildinni á Daniel James, kantmanni Leeds. Fabrizio Romano segir frá.
Tottenham hefur áhuga á hinum 24 ára gamla James, sem fór til Leeds frá Manchester United fyrir ári síðan.
Norður-Lundúnafélagið hefur áhuga á að fá James á láni, með möguleika á að kaupa hann á næsta ári.
Þá segir Romano frá því að Everton hafi einnig áhuga á James.
Leeds er til í að halda leikmanninum en setur ákvörðun í hans hendur. Samningur hans rennur ekki út fyrr en eftir fjögur ár.
James hefur spilað þrjá leiki Leeds á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Á þeirri síðustu skoraði hann fjögur mörk og lagði upp fimm í 32 leikjum.
Tottenham have discussed potential loan with buy option for Daniel James with Leeds last week — not an easy deal, also Everton asked for Dan. 🚨⚪️ #THFC
Situation remains open, it’s up to the player — Leeds would be happy to keep James. #LUFC pic.twitter.com/HpJovLfe2x
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 29, 2022