Riqui Puig, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur gagnrýnt félagið harðlega fyrir vinnubrögð í sumar er undirbúningstímabilið stóð yfir.
Puig var einn af þeim leikmönnum Barcelona sem félagið vildi losna við og fékk hann ekki að ferðast með í æfingaferðir á undirbúningstímabilinu.
Puig var þó ekki sá eini sem fékki ekki að taka þátt en hann ákvað að lokum að kveðja félagið og samdi við LA Galaxy í Bandaríkjunum.
Þessi 23 ára gamli leikmaður var í sjö ár hjá Börsungum og var látinn æfa hjá félaginu með aðeins um fjórum öðrum leikmönnum á meðan aðrir ferðuðust erlendis.
,,Þetta var mjög erfiður mánuður því ég hafði aldrei séð þetta áður en ég fór. Leiklmenn voru skildir eftir í Barcelona og félagið fór í æfingaferð án þeirra,“ sagði Puig.
,,Kannski skil ég þá ákvörðun að félagið vildi setja pressu á leikmennina til að fara en það er hægt að gera það öðruvísi. Það var mjög erfitt að vera í Barcelona, æfandi einn með kannski fjórum liðsfélögum sem voru þar með mér.“
,,Eftir sjö ár hjá Barcelona, að sjá alla liðsfélaga mína spila í Los Angeles, það særði migikið. Þetta er erfið staða en stundum þarftu að taka ákvarðanir en þetta er eitthvað sem ég samþykki ekki.“