Vincenzo Montella, þjálfari Adana Demirspor í Tyrklandi brjálaðist í gær eftir leik við Umraniyespor í efstu deild.
Montella er fyrrum landsliðsmaður Ítalíu og gerði garðinn frægan með Roma frá 1999 til 2009 sem leikmaður.
Montella hefur þjálfað Demirspor frá árinu 2021 en hann þjálfar þar vandræðagemsann Mario Balotelli.
Eftir leikinn í gær ætlaði Montella að hjóla í Balotelli en hvað var sagt er ekki vitað að svo stöddu.
Montella snöggreiddist eftir lokaflautið og þá út í Balotelli og þurfti að aðskilja þá félaga á vellinum.
Sjón er sögu ríkari.
Montella had to be restrained from physically attacking Balotelli his own player 😂😂
2 ex-milanisti fighting in the Turkish League.#Montella #Balotelli #Milan pic.twitter.com/VATgzP3v3H
— AC Milan Lebanon 🏆 19 (@ACMilanLBN) August 27, 2022