Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, fékk ráð frá Ralf Rangnick í sumar er félaigð eltist við Cristiano Ronaldo.
The Sunday Times fullyrðir þessar fregnir en Ronaldo var um tíma talinn líklegur til að semja við Chelsea.
Rangnick vann með Ronaldo hjá Manchester United á síðustu leiktíð en samband þeirra var ekki frábært.
Samkvæmt Times þá ráðlagði Rangnick vini sínum Tuchel að semja ekki við Portúgalann sem hefur reynt að komast burt í allt sumar.
Rangnick tjáði Tuchel að Ronaldo gæti ekki spilað í liði sem notast við hápressu og að hann myndi ekki henta hans hugmyndafræði.
Chelsea er að leitast eftir því að fá framherja og er Pierre Emerick Aubameyang helsta skotmark liðsins í dag.