Jose Mourinho, stjóri Roma, brjálaðist út í sína leikmenn í gær í 1-1 jafntefli við Juventus í Serie A.
Mourinho missti vitið í hálfleiksræðu sinni til leikmanna er staðan var 1-0 fyrir heimamönnum í Juventus.
Portúgalinn sagðist skammast sín fyrir frammistöðu leikmannana sem svöruðu kallinu í síðari hálfleik og björguðu stigi.
,,Ég sagði við mína leikmenn í hálfleik að ég skammaðist mín fyrir þá. Þetta snerist ekki um taktík heldur viðhorf,“ sagði Mourinho.
,,Við getum ekki komið hingað og spilað svona. Ég sagði við þá á bekknum að biðja fyrir stöðunni 1-0 því að tapa 1-0 væru frábær úrslit eftir frammistöðuna í fyrri hálfleik.“
,,Við gerðum ekki neitt, þetta var algjör heppni. Þetta var allt annað lið í seinni hálfleiknum.“