Stuðningsmenn Maccabi Haifa í Ísrael urðu brjálaðir í gær eftir Instagram færslu frá tveimur leikmönnum liðsins.
Maccabi Haifa mun spila við Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni í vetur en sú keppni hefst þann 6. september næstkomandi.
Í færslu gærdagsins sáust tveir leikmenn liðsins biðla til Lionel Messi og Neymar þar sem þeir báðu fyrirfram um að fá treyjur stjarnanna.
Þessi hegðun þykir vera til skammar að margra mati en eins og flestir vita eru Neymar og Messi miklar stórstjörnur og hafa lengi verið á meðal bestu leikmanna heims.
Enginn býst við miklu af Maccabi Haifa sem spilar við PSG, Juventus og Benfica í riðlakeppninni.
,,Treyjurnar til okkar, geriði það!“ skrifuðu leikmenn Maccabi Haifa á Instagram áður en færslunni var eytt vegna áreitis.
Stuðningsmenn meta það þannig að leikmennirnir séu nú þegar búnir að gefast upp og vilja aðeins nýta tækifærið í að hitta fyrirmyndir sínar á vellinum.
Mynd af færslunni má sjá hér.