Manchester United er loksins að fá vængmanninn Antony frá Ajax en Sky Sports staðfestir þetta í kvöld.
Nú rétt í þessu var greint frá því að Man Utd væri búið að ná samkomulagi við Ajax og borgar 85 milljónir punda fyrir Brasilíumanninn.
Sky segir að Antony verði mættur til Manchester á næstu 48 klukkutímum til að gangast undir læknisskoðun.
Antony hefur sjálfur reynt að komast til Man Utd í allt sumar og var ekki með gegn Utrecht í dag.
Ajax hafði ekki áhuga á að selja en upphæðin er loksins nógu há svo hollenska félagið þurfti að samþykkja.
Antony er aðeins 22 ára gamall og er búist við miklu af honum á Old Trafford.