Manchester United er nú að reyna að fá framherjann Pierre Emerick Aubameyang sem spilar með Barcelona.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn virti Gianluca Di Marzio en Chelsea hefur reynt við leikmanninn í margar vikur.
Aubameyang er klárlega á förum frá Börsungum í sumar en félagið þarf að opna fyrir skráningu leikmanna áður en glugginn lokar.
Talið væri að Chelsea myndi tryggja sér þjónustu leikmannsins en samkvæmt Di Marzio gæti það endað í harðri baráttu.
Man Utd er búið að hafa samband við Börsunga um Aubameyang sem er fyrrum leikmaður Arsenal og þekkir vel til Englands.
Þessi 33 ára gamli leikmaður mun kosta í kringum 17 milljónir punda sem er hár verðmiði fyrir leikmann á þessum aldri.