fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

Kristall Máni með tvennu í fyrsta byrjunarliðsleiknum – Hólmbert skoraði gegn Valerenga

Victor Pálsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 20:27

Mynd: Rosenborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristall Máni Ingason átti frábæran leik fyrir Rosenborg í dag sem spilaði við Tromso í norsku úrvalsdeildinni.

Kristall skoraði tvö mörk fyrir Rosenborg í fyrri hálfleik en annað þeirra kom af vítapunktinum.

Því miður þá dugðu þessi mörk Kristals ekki til en Tromso vann 4-3 heimasigur í miklum markaleik.

Hólmbert Aron Friðjónsson komst á blað fyrir Lilleström gerði 1-1 jafntefli við Kristansund.

Brynjólfur Andersen Willumsson var í byrjunarliði Kristiansund og spilaði 76 mínútur í jafnteflinu.

Patrik Gunnarsson varði mark Viking og nældi sér í gult spjald í 2-1 tapi heima gegn Valerenga. Brynjar Ingi Bjarnason kom inná sem varamaður hjá Valerenga undir lok leiks.

Í Danmörku tapaði FC Kaupmannahöfn 3-1 fyrir Nordsjælland þar sem Hákon Rafn Haraldsson spilaði 76 mínútur fyrir það fyrrnefnda og fékk að líta gult spjald í tapinu.

Aron Elís Þrándarson og félagar í OB unnu Silkeborg 2-1 í sömu deild og töpuðu lærisveinar Freys Alexanderssonar í Lyngby 2-1 gegn Viborg.

Það fór þá fram Íslendingaslagur í Grikklandi þar sem Sverrir Ingi Ingason lék með PAOK og Viðar Örn Kjartansson með Atromitos.

PAOK vann þennan leik á dramatískan hátt 2-1 með marki í blálokin en Sverrir spilaði allar mínúturnar og kom Viðar inná í seinni hálfleik.

Einnig í Grikklandi lék Guðmundur Þórarinsson með OFI Crete sem tapaði 2-0 heima gegn Panathinaikos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson