Það fóru fram fjórir leikir í Serie A á Ítalíu í kvöld og var einn Íslendingur í leikmannahópnum að þessu sinni.
Þórir Jóhann Helgason leikur með Lecce en var ónotaður varamaður er liðið gerði 1-1 jafntefli við Empoli.
Stórleikur kvöldsins var á milli Fiorentina og Napoli en honum lauk með markalausu jafntefli.
Atalanta marði lið Verona 1-0 á útivelli þar sem Teun Koopmeiner skoraði eina mark leiksins.
Salernitana fór þá illa með lið Sampdoria og vann virkilega góðan 4-0 heimasigur.
Verona 0 – 1 Atalanta
0-1 Teun Koopmeiners(’50)
Salernitana 4 – 0 Sampdoria
1-0 Boulaye Dia(‘7)
2-0 Federico Bonazzoli(’16)
3-0 Tonny Vilhena(’50)
4-0 Erik Botheim(’76)
Fiorentina 0 – 0 Napoli
Lecce 1 – 1 Empoli
0-1 Fabiano Parisi(’23)
1-1 Gabriel Strefezza(’40)