Nottingham Forest 0 – 2 Tottenham
0-1 Harry Kane (‘5)
0-2 Harry Kane (’81)
Harry Kane hefði átt að setja þrennu í dag er Tottenham vann góðan sigur á nýliðum Nottingham Forest.
Tottenhanm vann þennan leik 2-0 með mörkum frá Kane sem gerði eitt í þeim fyrri og eitt í seinni.
Kane klikkaði hins vegar á vítaspyrnu á 56. mínútu og hefði tryggt þrennuna ef sú spyrna hefði farið inn.
Það vantaði ekki upp á hörkuna í heimamönnum sem fengu sex gul spjöld gegn einu hjá Tottenham.
Tottenham er taplaust og situr í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig.