Það er að hitna undir sæti Steven Gerrard hjá Aston Villa eftir nokkuð erfiða byrjun í ensku deildinni í sumar.
Villa mætti West Ham á heimavelli sínum í fjórðu umferð í kvöld og var tap niðurstaðan, það þriðja í aðeins fjórum leikjum.
Pablo Fornals sá um að tryggja West Ham öll þrjú stigin og voru þetta fyrstu stig liðsins í töflunni.
Villa hefur unnið einn leik gegn Everton til þessa en tapað gegn West Ham, Crystal Palace og Bournemouth.
Á sama tíma var dramatík á heimavelli Wolvex, Molineux, er Newcastle kom í heimsókn.
Þessum leik lauk með 1-1 jafntefli þar sem Allan Saint-Maximin tryggði gestunum stig í uppbótartíma.
Aston Villa 0 – 1 West Ham
0-1 Pablo Fornals(’74)
Wolves 1 – 1 Newcastle
1-0 Ruben Neves(’38)
1-1 Allan Saint-Maximin(’90)