Fyrrum undrabarnið Robinho ætlaði að ganga til liðs við Chelsea árið 2008 áður en Real Madrid kom í veg fyrir þau félagaskipti.
Það er Robinho sjálfur sem opnar sig um þetta mál en hann var stuttu seinna keyptur til Manchester City.
Chelsea var þó lengi í bílstjórasætinu í kapphlaupinu um Robinho en spænska félagið var alls ekki sátt við vinnubrögðin á Englandi.
Chelsea var byrjað að selja treyjur með nafni Robinho aftan á áður en skiptin gengu í gegn og varð það enska liðinu að lok að falli í baráttunni.
,,Planið mitt var að fara til Chelsea en viðræður við Real Madrid enduðu mjög illa,“ saðgi Robinho.
,,Þeim var mjög illa við að Chelsea væri að selja treyjur með mínui nafni aftan á áður en skiptin fóru í gegn.“
,,Ég sé ekki eftir því að hafa yfirgefið Madríd en ég gerði mistök þegar ég fór. Madríd var það lið sem opnaði dyrnar fyrir mig til að taka yfir Evrópu.“
,,Ég var ekki með þroskann til að hætta, ég hugsaði ekki áður en ég framkvæmdi. Aðeins aldur getur gefið þér þetta.“