Spænska stórliðið Barcelona er í dauðariðlinum í Meistaradeild Evrópu í vetur að sögn Jordi Cruyff, yfirmanns knattspyrnumála félagsins.
Barcelona mun spila við Inter Milan, Bayern Munchen og Viktorie Plzen í sínum riðli og þarf að hafa fyrir því að komast í 16-liða úrslit.
Pressan er mikil á Barcelona að gera vel í deild þeirra bestu en fjárhagsstaða félagsins er eins og flestir vita mjög slæm.
Cruyff viðurkennir að verkefnið framundan verði erfitt en ef Barcelona dettur úr leik í riðlakeppninni væri það skelfilegt fyrir félagið fjárhagslega séð.
,,Þetta er dauðariðillinn,“ sagði Cruyff í samtali við Mundo Deportivo.
,,Þetta verður mjög erfitt, við erum að spila við sterk og mikilvæg lið. Við gætum, notið þess að spila í dauðariðlinum en eigum einnig í hættu að vera særðir.“