fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
433Sport

,,Við erum í dauðariðlinum“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 17:30

Lewandowski fagnar marki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spænska stórliðið Barcelona er í dauðariðlinum í Meistaradeild Evrópu í vetur að sögn Jordi Cruyff, yfirmanns knattspyrnumála félagsins.

Barcelona mun spila við Inter Milan, Bayern Munchen og Viktorie Plzen í sínum riðli og þarf að hafa fyrir því að komast í 16-liða úrslit.

Pressan er mikil á Barcelona að gera vel í deild þeirra bestu en fjárhagsstaða félagsins er eins og flestir vita mjög slæm.

Cruyff viðurkennir að verkefnið framundan verði erfitt en ef Barcelona dettur úr leik í riðlakeppninni væri það skelfilegt fyrir félagið fjárhagslega séð.

,,Þetta er dauðariðillinn,“ sagði Cruyff í samtali við Mundo Deportivo.

,,Þetta verður mjög erfitt, við erum að spila við sterk og mikilvæg lið. Við gætum, notið þess að spila í dauðariðlinum en eigum einnig í hættu að vera særðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“

Bjarni og Hrafnkell skafa ekki af því – „Það er bara erfitt að horfa á þetta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning

Valur staðfestir kaup á Stefáni Gísla – Gerir fimm ára samning
433Sport
Í gær

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“

Rice um Mbappe: ,,Ég er hreinskilinn náungi“
433Sport
Í gær

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson

Íslandsvinurinn hvetur City í að horfa til Liverpool í leit að arftaka Ederson