Umboðsmaður Victor Osimhen hefur neitað fyrir það að leikmaðurinn sé á leið til Manchester United.
Sögusagnir hafa verið í gangi um að Osimhen gæti endað á Old Trafford og farið í skiptum fyrir Cristiano Ronaldo sem myndi ganga í raðir Napoli á móti.
Roberto Calenda, umboðsmaður Osimhen, neitar þó þessum orðrómum og segir að sóknarmaðurinn sé aðeins einbeittur að Napoli.
Ronaldo hefur í dágóðan tíma verið orðaður við Napoli sem og önnur lið en hann vill komast burt frá Man Utd til að spila í Meistaradeildinni.
,,Það eru engar viðræður í gangi, engin skipti,“ sagði umboðsmaðurinn Calenda.
,,Victor Osimhen er leikmaður Napoli og vill spila í Meistaradeildinni með liðinu með stolti ásamt liðsfélögum og þjálfurum.“