Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur staðfest það að félagið sé í viðræðum við Manchester United.
Man Utd er að reyna að fá til sín markmanninn Martin Dubravka sem er varamarkvörður Newcastle í dag eftir komu Nick Pope frá Burnley.
Man Utd vill fá Dubravka til að sinna sömu stöðu á Old Trafford fyrir David de Gea sem er númer eitt.
Howe segir að Dubravka sé ekki byrjaður að ræða við Man Utd um kaup og kjör en að félögin séu að ræða sín á milli.
,,Hann er ekki í viðræðum við Man Utd en það hafa verið viðræður á milli félagana,“ sagði Howe.
,,Þessar viðræður munu halda áfram en það verður erfitt fyrir mig að missa hann. Þetta er ákvörðun sem ég ræð ekki.“