Liverpool vann ótrúlegan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Bournemouth á Anfield.
Liverpool skoraði heil níu mörk gegn nýliðunum og fékk ekkert á sig í 9-0 heimasigri sem var sá fyrsti hjá liðinu í deildinni á tímabilinu.
Þetta er í annað sinn sem Liverpool skorar níu mörk í efstu deild en það gerðist síðast gegn Crystal Palace árið 1989.
Lið Southampton bauð upp á gott grín á Twitter síðu sinni eftir leikinn í dag og bauð Bournemouth þar aðstoð sína.
Southampton þekkir það að tapa 9-0 í ensku úrvalsdeildinni og gerði það gegn Leicester í október árið 2019.
DM us if you need to talk, @afcbournemouth 🤝 https://t.co/nrd7RqHMfY
— Southampton FC (@SouthamptonFC) August 27, 2022
— Southampton FC (@SouthamptonFC) August 27, 2022