Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro er nýjasta stjarna Manchester United.
Hann gekk í raðir Rauðu djöflanna frá Real Madrid á dögunum.
Eiginkona Casemiro, hin 33 ára gamla Anna Mariano, flytur að sjálfsögðu með honum til Englands, ásamt börnum þeirra tveimur. Eiga þau saman sex ára dóttur og son sem ekki er orðinn eins árs.
Parið kynntist árið 2011, er Casemiro lék með Sao Paolo í heimalandinu. Þau giftu sig þremur árum síðar.
Anna hefur starfað við ýmislegt, til að mynda sem fyrirsæta og förðunarfræðingur. Þá er hún með Bachelor-gráðu í viðskiptafræði.