Breiðablik 1 – 2 Valur
1-0 Birta Georgsdóttir (’34)
1-1 Cyera Hintzen (’54)
1-2 Ásdís Karen Halldórsdóttir (’72)
Valur er bikarmeistari í kvennaflokki árið 2022 eftir úrslitaleik við Breiðablik á Laugardalsvelli í dag.
Blikar byrjuðu leikinn betur og komust yfir í fyrri hálfleik er Birta Georgsdóttir kom knettinum í netið.
Staðan var 1-0 í hálfleik en snemma í þeim síðari skoraði Cyera Hintzen fyrir Val til að jafna metin.
Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val svo yfir á 72. mínútu og skoraði þar með sigurmark leiksins.
Valur er því bikarmeistari kvenna þetta árið og var að vinna titilinn í fyrsta sinn frá árinu 2011.