Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði fyrir Burnley í dag sem vann frábæran sigur á Wigan í Championship deildinni.
Jói Berg var að byrja sinn fyrsta leik í marga mánuði en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli.
Vincent Kompany er í dag stjóri Burnley og ákvað að gefa vængmanninum tækifærið í 5-1 sigri.
Jói Berg spilaði 66 mínútur fyrir Burnley sem er í sjötta sæti deildarinnar með níu stig.
,,Þeir hafa verið hér lengur en ég [stuðningsmennirnir]. Ég kom inn og hef kynnst frábærum leikmanni á æfingum,“ sagði Kompany.
,,Um leið og ég sá að hann væri heill þá er þetta leikmaður, á meðan hann er hérna og í svona standi, þá er hann mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur.“