Það fór fram stórleikur á Ítalíu í kvöld er Juventus og Roma áttust við á heimavelli þess fyrrnefnda.
Bæði lið voru taplaus fyrir viðureignina en Roma hafði unnið báða sína leiki í fyrstu tveimur umferðunum en Juventus unnið einn og gert eitt jafntefli.
Annað jafntefli var á boðstólnum í kvöld þar sem Tammy Abraham sá um að tryggja Jose Mourinho og hans mönnum stig.
Dusan Vlahovic hafði komið Juventus yfir snemma leiks en Abraham jafnaði metin í síðari hálfleik.
AC Milan vann þá skyldisigur á Bologna er liðin mættust á San Siro.
Rafael Leao og Olivier Giroud komust á blað fyrir Milan sem er á toppi deildarinnar með sjö stig.
Juventus 1 – 1 Roma
1-0 Dusan Vlahovic(‘2)
1-1 Tammy Abraham(’69)
Milan 2 – 0 Bologna
1-0 Rafael Leao(’21)
2-0 Olivier Giroud(’58)
Spezia 2 – 2 Sassuolo
0-1 Davide Frattesi(’27)
1-1 Simone Bastoni(’30)
2-1 Mbala Nzol (’45, víti)
2-2 Andrea Pinamonti(’50)
Cremonese 1 – 2 Torino
0-1 Matteo Bianchetti(’17 , sjálfsmark)
0-2 Nemanja Radonji(’65)
1-2 Leonardo Sernicola(’80)