Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur staðfest það að Bernardo Silva fari ekki frá félaginu í sumar.
Bernardo hefur verið sterklega orðaður við Barcelona í allt sumar en þau skipti munu ekki eiga sér stað miðað við orð Guardiola.
Paris Saint-Germain hefur einnig verið orðað við leikmanninn og er talið hafa boðið í hann 60 milljónir punda.
,,Hann verður áfram hér, algjörlega. Við höfum ekki fengið neinm símtöl varðandi Bernardo svo hann verður hér áfram,“ sagði Guardiola á blaðamannafundi í gær.
Afar litlar líkur eru því á að Bernardo sé á förum í þessum glugga en hann lokar eftir aðeins fjóra daga.