Southampton 0 – 1 Manchester United
0-1 Bruno Fernandes (’55)
Fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en spilað var á St. Mary’s vellinum í Southampton.
Manchester United freistaði þess að ná í sinn annan sigur í röð eftir góð þrjú stig gegn Liverpool í síðustu umferð.
Rauðu Djöflarnir eru komnir með sex stig í töflunni eftir leikinn í dag en eitt mark var skorað og það gerði Bruno Fernandes.
Bruno skoraði er 55 .mínútur voru komnar á klukkuna er hann kláraði fyrirgjöf varnarmannsins Diogo Dalot.
Man Utd lyfti sér upp í sjötta sæti deildarinnar með sigrinum með sex stig en Southampton er með fjögur í því 13.